Það var þann 1. september sem við fjölskyldan lögðum af stað til Chile og voru það Stefán, Elsa, Krista (2 og hálfs) og Vala. Já ferðin tók langan tíma frá Íslandi. Við flugum fyrst til New York og þaðan til Lima (höfuðborg Peru), síðan til Santiago sem er að sjálfsögðu höfuðborg Chile. Þaðan tókum við vél til Puerto Montt en sú vél millilenti á tveim stöðum. Við vorum því mjög þreytt og lúin eftir þetta flug (og öll þolinmæði búin). En við vorum sæl með að ferðin gekk vel og allir frískir og Krista litla bara ansi kát. Bærinn sem við búum í heitir Puerto Varas og er um 30 km frá Puerto Montt. Þetta er lítið sveitaþorp og mjög friðsælt. Hér búa ekki nema um 30. þús. Hér búa margir útlendingar og er það sérstaklega vegna laxeldis en einnig eru margir með búgarða hér. Við vonum að þessi síða gefi fjölskyldum og vinum einhverja innsýn á lífið hérna úti, en það er mjög ólíkt lífinu heima á Íslandi. En þeir sem vilja koma og sjá það með berum augum og fá það beint í æð eru velkomnir til okkar ! Já vonandi hafið þig gaman af þessum myndum og fréttum héðan frá Puerto Varas og ekki hika við að senda okkur línu eða fréttir af Landinu í norðri.

fimmtudagur, apríl 06, 2006


Hildigunnur og Kjartan

3 Comments:

At 8:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

En hvað þetta er ótrúlega fallegt fólk á fallegum stað :)
Söknum ykkar endalaust!

 
At 11:17 f.h., Blogger joeammons6734808433 said...

While you read this, YOU start to BECOME aware of your surroundings, CERTIAN things that you were not aware of such as the temperature of the room, and sounds may make YOU realize you WANT a real college degree.

Call this number now, (413) 208-3069

Get an unexplained feeling of joy, Make it last longer by getting your COLLEGE DEGREE. Just as sure as the sun is coming up tomorrow, these College Degree's come complete with transcripts, and are VERIFIABLE.

You know THAT Corporate America takes advantage of loopholes in the system. ITS now YOUR turn to take advantage of this specific opportunity, Take a second, Get a BETTER FEELING of joy and a better future BY CALLING this number 24 hours a day.
(413) 208-3069

 
At 9:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl brosmilda fjölskylda.
Ég sá mynd af stefáni í InniÚti hjá Maritech í Hlíðarsmáranum þar sem ég er að vinna á símanum í sumar. Þannig varð mér hugsað til ykkar og fór að forvitnast um afdrif ykkar í Chile. Þar sem ég er nú hingað komin fannst mér líka sjálfsagt að kvitta fyrir mig. Vona að þið hafið það rosa gott og njótið lífsins.
Bestu kveðjur,
Inga Þyri Þórðardóttir
(fyrrverandi Vox Feminae meðlimur)

 

Skrifa ummæli

<< Home