Það var þann 1. september sem við fjölskyldan lögðum af stað til Chile og voru það Stefán, Elsa, Krista (2 og hálfs) og Vala. Já ferðin tók langan tíma frá Íslandi. Við flugum fyrst til New York og þaðan til Lima (höfuðborg Peru), síðan til Santiago sem er að sjálfsögðu höfuðborg Chile. Þaðan tókum við vél til Puerto Montt en sú vél millilenti á tveim stöðum. Við vorum því mjög þreytt og lúin eftir þetta flug (og öll þolinmæði búin). En við vorum sæl með að ferðin gekk vel og allir frískir og Krista litla bara ansi kát. Bærinn sem við búum í heitir Puerto Varas og er um 30 km frá Puerto Montt. Þetta er lítið sveitaþorp og mjög friðsælt. Hér búa ekki nema um 30. þús. Hér búa margir útlendingar og er það sérstaklega vegna laxeldis en einnig eru margir með búgarða hér. Við vonum að þessi síða gefi fjölskyldum og vinum einhverja innsýn á lífið hérna úti, en það er mjög ólíkt lífinu heima á Íslandi. En þeir sem vilja koma og sjá það með berum augum og fá það beint í æð eru velkomnir til okkar ! Já vonandi hafið þig gaman af þessum myndum og fréttum héðan frá Puerto Varas og ekki hika við að senda okkur línu eða fréttir af Landinu í norðri.

þriðjudagur, október 18, 2005

Komin aftur til Puerto Varas !

Já það er aldeilis langt síðan að ég hef látið heyra í mér. En nú er allt komið í fastar skorður hér í casablanca. Við vorum á Íslandi í allt sumar og komum hingað 9. september. Það var nú aldeilis gott að knúsa Títus og Sunnu og Yessicu . Þau voru öll hress eftir veturinn hér !!!! Það var að vísu ansi kalt hér þegar við komum og nú fyrst er byrjað að hlýna. Vorið að koma og blómin byrjuð að blómstra.
Krista byrjaði í leikskólanum sínum fljótlega eftir að við komum og svo skellti ég mér einnig í spænskunám (fjarnám) í Verslunarskóla Íslands. Allt gengur því vel þessa dagana hjá okkur.
Puerto Varas tók vel á móti okkur og einnig vinir okkar hér. Við höfum farið í ferðalög og gert ýmislegt síðasta mánuð. Áttum líka skemmtilega stund með Íslendingunum sem eru einnig búsett í hér í Chile.
Nú ætla ég að reyna að vera dugleg að með fréttirnar héðan frá Puerto Varas

1 Comments:

At 8:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ, hæ
Bara rétt að láta vita af mér, hlakka til að lesa fleiri fréttir úr sólinni. Hér er sannkallað haustveður með roki og mígandi rigningu.....
Bestu kveðjur frá okkur öllum í Canada
Sigrún

 

Skrifa ummæli

<< Home