Komin aftur til Puerto Varas !
Já það er aldeilis langt síðan að ég hef látið heyra í mér. En nú er allt komið í fastar skorður hér í casablanca. Við vorum á Íslandi í allt sumar og komum hingað 9. september. Það var nú aldeilis gott að knúsa Títus og Sunnu og Yessicu . Þau voru öll hress eftir veturinn hér !!!! Það var að vísu ansi kalt hér þegar við komum og nú fyrst er byrjað að hlýna. Vorið að koma og blómin byrjuð að blómstra.
Krista byrjaði í leikskólanum sínum fljótlega eftir að við komum og svo skellti ég mér einnig í spænskunám (fjarnám) í Verslunarskóla Íslands. Allt gengur því vel þessa dagana hjá okkur.
Puerto Varas tók vel á móti okkur og einnig vinir okkar hér. Við höfum farið í ferðalög og gert ýmislegt síðasta mánuð. Áttum líka skemmtilega stund með Íslendingunum sem eru einnig búsett í hér í Chile.
Nú ætla ég að reyna að vera dugleg að með fréttirnar héðan frá Puerto Varas
1 Comments:
hæ, hæ
Bara rétt að láta vita af mér, hlakka til að lesa fleiri fréttir úr sólinni. Hér er sannkallað haustveður með roki og mígandi rigningu.....
Bestu kveðjur frá okkur öllum í Canada
Sigrún
Skrifa ummæli
<< Home