Nýjustu fréttir
Já nú er aldeilis orðið tómlegt í "Casablanca". Mamma og Vala eru báðar farnar til Íslands svo við "stór" fjölskyldan, ég, Stefán, Krista, Títus og Sunna ein í kotinu. En lífið gengur sinn vanagang. Ég er í skólanum þrjádaga vikunnar og svo kór tvisvar í viku. Svo verður maður víst að hreyfa sig þar sem maður er duglegur að bragða á kræsingunum hérna úti. Ég fékk mér því einkaþjálfa þrisvar í viku. En aðalfréttirnar eru þær að við skötuhjúin erum að skella okkur til Braselíu 7. maí og Krista litla verður heima að passa dýrin ! Við verðum í 6 daga og hún Yessica þjónustukonan okkar ætlar að sjá um heimilið á meðan. Vonandi gengur þetta bara allt saman vel. Stefán er að fara í vinnuferð svo ég fer bara með honum til að upplifa Braselíu. Ekki væri verra að fá sól svo maður getur sólað sig meðan Stefán er að vinna.
Annars er stefnan að koma heim um miðjan júní og ég og Krista verðum fram í byrjun september. Núna er ég bara á fullu að reyna að finna mér vinnu í sumar.
Chile er að verða haustlegt og byrjað að kólna og rigna töluvert. En mér finnst það nú bara nokkuð heimilislegt að vera inni í rigningunni. Það verður því notalegt að koma heim í sumarið og aðalega að knúsa ykkur öll.
Chao að sinni
1 Comments:
Hæ, hæ
Langar bara rétt að kasta á ykkur kveðju. Gaman að skoða síðuna ykkar.
Pínu öfund hérna norðan megin í Ameríkunni á Brasilíu ferðinni, væri alveg til í að skreppa þangað ;-)
Annars allt í góðum gír hér, erum á fullu að standsetja húsið svo við getum flutt inn...
Bestu kveðjur frá Canada,
Sigrún K.
Skrifa ummæli
<< Home