Það var þann 1. september sem við fjölskyldan lögðum af stað til Chile og voru það Stefán, Elsa, Krista (2 og hálfs) og Vala. Já ferðin tók langan tíma frá Íslandi. Við flugum fyrst til New York og þaðan til Lima (höfuðborg Peru), síðan til Santiago sem er að sjálfsögðu höfuðborg Chile. Þaðan tókum við vél til Puerto Montt en sú vél millilenti á tveim stöðum. Við vorum því mjög þreytt og lúin eftir þetta flug (og öll þolinmæði búin). En við vorum sæl með að ferðin gekk vel og allir frískir og Krista litla bara ansi kát. Bærinn sem við búum í heitir Puerto Varas og er um 30 km frá Puerto Montt. Þetta er lítið sveitaþorp og mjög friðsælt. Hér búa ekki nema um 30. þús. Hér búa margir útlendingar og er það sérstaklega vegna laxeldis en einnig eru margir með búgarða hér. Við vonum að þessi síða gefi fjölskyldum og vinum einhverja innsýn á lífið hérna úti, en það er mjög ólíkt lífinu heima á Íslandi. En þeir sem vilja koma og sjá það með berum augum og fá það beint í æð eru velkomnir til okkar ! Já vonandi hafið þig gaman af þessum myndum og fréttum héðan frá Puerto Varas og ekki hika við að senda okkur línu eða fréttir af Landinu í norðri.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Myndir frá dvöl mömmu í Chile


Krista ánægð með trommurnar sem hún fékk í afmælisgjöf !


Krista að taka upp pakkana frá krökknum í leikskólanum


Svo var haldið upp á afmælið á leikskólanum


Mamma í leikskólanum í afmælinu hennar Kristu


Krista glöð með afmælisgjafirnar sínar !


Íslenskt afmæli með fullt af kræsingum


Krista 3ja ára !


Frábært stuð !


síðan var skellt sér á Salsaball


úti að borða með Ástu og Sverrir sem búa í Puerto Mont


Skelltum okkur í berjatínslu og piknik sem var ævintýraleg ferð


Krista á páskunum með páskakanínuna


Krista og Sunna að borða morgunmatinn saman


Títus og Sunna litla að kynnast í rólegheitunum !


við húsið okkar í Puerto Varas


Mamma að njóta sólarinnar heima í Puerto Varas


Krista ánægð með ömmu sinni í Argentínu


Krista með mömmu sinni á leiðinni upp á fjalltopp


Stórkostlegt útsýni í Argentínu


Tilbúin fyrir steikina !


Afmælissteikin komin á grillið en þetta er veitingastaður í Argentínu sem er talinn einn sá besti !


Ég rosa ánægð með Argentínska pels jakkann minn !!!


Mætt á barinn !!


Mamma og Krista á hótelinu í Arngentínu


Glæsileg á afmælisdaginn. Hótelið tók á móti mömmu með rósum, kampavíni, ostum og Argentínsku súkkulaði ! Ekki amalegt !


Mamma á leiðinni til Argnetínu og er að sigla á milli Andersfjallanna. En þessi ferð var afmælisferðin hennar.


Mamma í háskólanum þar sem við erum að læra spænsku, og var hún kvödd með góðu vínu og kræsingum !

Mamma komin til Chile



Mamma og Krista að skoða lamadýrin

Mamma kom til okkar í febrúar og var hjá okkur í tvo mánuði. Það var nú algjört ævintýri að fá hana til okkar og vera með henni þennan langa tíma. En ferðin hennar mömmu hingað var um leið til að fanga og halda upp á 60 ára afmæli hennar þann 19. mars .Og auðvitað var haldið upp á afmælið hennar á hverjum degi !!! Við upplifðum ýmislegt á þessum tíma, ferðuðumst mikið og reyndum að sína henni eins mikið og við gátum. En hér í Chile er endalaust hægt að upplifa ný ævintýri.
Náttúran er svo fjölbreytt og maður þarf ekki að keyra meira en í 4-5 tíma norðar þá er maður kominn í allt annað umhverfi. Mamma var svo lánsöm að hitta íslendinga sem búa hérna og áttum við yndislegan dag í Concepcion sem er bær um 6 tíma frá Puerta Varas. Þar búa þrjár fjölskyldur og búin að búa þar um tíma.


Kristu finnst nú ekki leiðinlegt að sóla sig !


Með Ástu og Bryndísi sem búa líka í Chile


Krista með Nemo


Krista með lamadýraunga


Á kaffihúsi í Concepcion


Öll sömul út að borða


Mamma komin til Chile