Það var þann 1. september sem við fjölskyldan lögðum af stað til Chile og voru það Stefán, Elsa, Krista (2 og hálfs) og Vala. Já ferðin tók langan tíma frá Íslandi. Við flugum fyrst til New York og þaðan til Lima (höfuðborg Peru), síðan til Santiago sem er að sjálfsögðu höfuðborg Chile. Þaðan tókum við vél til Puerto Montt en sú vél millilenti á tveim stöðum. Við vorum því mjög þreytt og lúin eftir þetta flug (og öll þolinmæði búin). En við vorum sæl með að ferðin gekk vel og allir frískir og Krista litla bara ansi kát. Bærinn sem við búum í heitir Puerto Varas og er um 30 km frá Puerto Montt. Þetta er lítið sveitaþorp og mjög friðsælt. Hér búa ekki nema um 30. þús. Hér búa margir útlendingar og er það sérstaklega vegna laxeldis en einnig eru margir með búgarða hér. Við vonum að þessi síða gefi fjölskyldum og vinum einhverja innsýn á lífið hérna úti, en það er mjög ólíkt lífinu heima á Íslandi. En þeir sem vilja koma og sjá það með berum augum og fá það beint í æð eru velkomnir til okkar ! Já vonandi hafið þig gaman af þessum myndum og fréttum héðan frá Puerto Varas og ekki hika við að senda okkur línu eða fréttir af Landinu í norðri.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Svo er að frétta að henni Völu bakpokaferðalangi að hún fékk einhverja magakveisu og þurfti að fara til læknis. En henni var gefin einhver sprauta svo hún er öll betri. Já það er nóg að drekka smá vatn til að fá í magan eða eitt skemmt jarðaber. En eins og ég segi eru hætturnar meiri fyrir norðan en hér fyrir sunnan hjá okkur. En maður þarf samt alltaf að hafa gætur á sér.

En svo var hann Títus litli svo óheppinn að lenda fyrir bíl og brauð þrjú bein. Hann þarf því að fara í gifs en það verður vonandi fljótt að gróa þar sem hann er hvolpur. En þjónustukonan okkar sem var að passa sín var svo miður sín að hún fór bara að gráta yfir þessu. En við söðgum henni að Títus lærir bara af þessu og þetta gæti alveg eins komið fyrir þó við værum heima. En Jessica er algjört ofurkrútt. Vill allt fyrir okkur gera og segir bara no problema við öllu !!!

Á nokkrum dögum hefur mikið gerst. Á ferð okkar á Vina del Mar var Valur bitinn af einni hætulegustu kónguló í heimi. En hann slapp eins og þið sjáið á myndunum. Hress og kátur. En eitið náði ekki að fara út í blóðið svo læknarnir töldu hann ansi heppnan. Maður þarf að gæta sín á mörgu hér í Chile en þó aðalega þegar maður er komin norður eftir þar sem hitinn er meiri.


Sætar mæðgur


Vala tilbúin í bakpokaferðalag ! með allar græjur


Brúnar og sætar eftir mikil sólböð


Sunna sæta mætt til chile til búin að skella sér í bakpokaferðalag


Sundlaugin þar sem við gistum á Vina del Mar


Krista í sundi


Stefán sæti á stöndinni


Krista á stöndinni og svo er spurning hver á þessar fallegu tær !!!! hí hí


Valur mættur til Chile og var fljótur að finna gítarinn !

Þegar tengdó lögðu leið sína aftur á frónna kom frændi hans Stefáns hann Valur og Anna Katrín kona hans og dóttir þeirra hún Kristín. Við skelltum okkur með þeim til Vina Del Mar sem er náttúrulega algjör paradís. Þar hittum við Sunnu vinkonu hennar Völu en þær skvísu eru núna á bakpokaferðalagi um Chile ekki leiðinlegt hjá þeim. En Valur og fjölskylda voru svo hjá okkur í nokkra daga. Þau fengu rjómaveður þar sem sólinn skein á hverjum degi. Það var sko aldeils gaman að fá þau og hver veit nema þau komi aftur !!!!! En Chile er land tækifæra og ef maður á sér draum gæti hann eflaust orðið að veruleika hérna úti. En núna ætla ég að kveðja að sinni og endilega sendið kveðju á síðuna okkar.

Komið sæl öll sömul. Hér er hásumar og aldeilis búið að vera heitt og gott. Hitinn hefur samt verið frekar mikill nokkra daga svo maður hefur varla getað verið úti að njóta sólarinnar. En annars er veðrið mjög notalegt hér. En við erum sko aldeis búin að fá gesti til okkar. Því tengdó komu til okkur um jólin og var það bara æði. Við skuppum með þeim til Argentínu og svo skoðuðum allt í kringum Puerto Varas. Við héldum líka smá íslensk jól með laufabrauði og hangikjöti sem var bara fullkomið. Krista var líka voða glöð með að fá ömmu Karólínu og Höskuld afa til sín.