Það var þann 1. september sem við fjölskyldan lögðum af stað til Chile og voru það Stefán, Elsa, Krista (2 og hálfs) og Vala. Já ferðin tók langan tíma frá Íslandi. Við flugum fyrst til New York og þaðan til Lima (höfuðborg Peru), síðan til Santiago sem er að sjálfsögðu höfuðborg Chile. Þaðan tókum við vél til Puerto Montt en sú vél millilenti á tveim stöðum. Við vorum því mjög þreytt og lúin eftir þetta flug (og öll þolinmæði búin). En við vorum sæl með að ferðin gekk vel og allir frískir og Krista litla bara ansi kát. Bærinn sem við búum í heitir Puerto Varas og er um 30 km frá Puerto Montt. Þetta er lítið sveitaþorp og mjög friðsælt. Hér búa ekki nema um 30. þús. Hér búa margir útlendingar og er það sérstaklega vegna laxeldis en einnig eru margir með búgarða hér. Við vonum að þessi síða gefi fjölskyldum og vinum einhverja innsýn á lífið hérna úti, en það er mjög ólíkt lífinu heima á Íslandi. En þeir sem vilja koma og sjá það með berum augum og fá það beint í æð eru velkomnir til okkar ! Já vonandi hafið þig gaman af þessum myndum og fréttum héðan frá Puerto Varas og ekki hika við að senda okkur línu eða fréttir af Landinu í norðri.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Okkur var boðið í grillveislu í þessu hús


Húsið þar sem við vorum í

Síðasta Laugardag var okkur boðið í grill. Við fórum öll fjölskyldan saman og Juan Manuel vinur okkar, fyrverandi kona hans og börnin þeirra þrjú. Það var grillað úti og síðan eftir matinn fórum við í bátsferð. Þetta er rosa flott allt saman enda mikið ríkidæmi. Jæja en við áttum æðislegan dag og fórum södd og glöð heim.


Juan Manuel og Pilippe sonur hans, þetta eru góðir vinir okkar. Juan Manuel vinnur með Stefáni og er alveg frábær maður.


Í bátsferð


Krista og Tómas


Bátahöfnin


Jan Manuel og Krista


Eigandinn og kjötið


Okkur boðið í grillveislu

stórt knús


Vala, Krista og Títus eru nú sæt saman.

Krista kisa


Krista Kisa á leiðinni í leiskólann. Það var grímuball á leikskólanum hjá Kristu. Allir komu í búningum og síðan var leikið og dansað. Krista valdi að sjálfsögðu að vera Kisa of var ánægð með það.


Títus stækkar og stækkar


Krista og Títus

Leikskolinn hennar Kristu


Þetta er stofan hennar Kristu á leikskólanum. Já á þessum myndum sést hvernig leikskólinn hennar Kristu er. Hann er hitaður með viði og voða heimilislegur. Hann er í gömlu húsi sem mætti nú aðeins laga að mínu mati en samt er hann voða kosý. Það er mjög mikið gert fyrir börnin. Það eru fjölskyldudagar, farið að heimsækja allskonar staði eins og slökkvuliðsstöðina, farið að skoða bakarí og sjá hvernig brauðin eru bökuð. Farið á elliheimili með kökur handa gamla fólkin ofl. Já það er alltaf eitthvað um að vera. ´
Við höfum verið að föndra heima fjölsyldumynd og svo verður sýning í leikskólanum.
Það á að koma dýr út í garð s.s. hænur og kanínur.
En þegar Krista byrjaði á leikskólanum þurfti ég að kaupa allt sem hún þarf að nota s.s. klósettpappír, handklæði, allan pappír, liti, skæri, kassa, eldhúsrúllu og disk og glas. Já þetta er öðruvísi en á frónni. Ennig fara börnin ekki út að leika nema það sé rosalega gott veður. Þau eiga ekki öll stígvél og regngalla !!


Svona er leiskólinn hitaður


Krista að mála


Þetta er Leikskólinn hennar Kristu