Það var þann 1. september sem við fjölskyldan lögðum af stað til Chile og voru það Stefán, Elsa, Krista (2 og hálfs) og Vala. Já ferðin tók langan tíma frá Íslandi. Við flugum fyrst til New York og þaðan til Lima (höfuðborg Peru), síðan til Santiago sem er að sjálfsögðu höfuðborg Chile. Þaðan tókum við vél til Puerto Montt en sú vél millilenti á tveim stöðum. Við vorum því mjög þreytt og lúin eftir þetta flug (og öll þolinmæði búin). En við vorum sæl með að ferðin gekk vel og allir frískir og Krista litla bara ansi kát. Bærinn sem við búum í heitir Puerto Varas og er um 30 km frá Puerto Montt. Þetta er lítið sveitaþorp og mjög friðsælt. Hér búa ekki nema um 30. þús. Hér búa margir útlendingar og er það sérstaklega vegna laxeldis en einnig eru margir með búgarða hér. Við vonum að þessi síða gefi fjölskyldum og vinum einhverja innsýn á lífið hérna úti, en það er mjög ólíkt lífinu heima á Íslandi. En þeir sem vilja koma og sjá það með berum augum og fá það beint í æð eru velkomnir til okkar ! Já vonandi hafið þig gaman af þessum myndum og fréttum héðan frá Puerto Varas og ekki hika við að senda okkur línu eða fréttir af Landinu í norðri.

sunnudagur, október 24, 2004

Krista sæl


kát og sæt

Krista fékk nýja rólu sem hann Christian garðyrkjumaður setti upp. Henni finnst voða gaman að róla en í leikskólanum hennar fara börnin ekki út að leika nema veðrið sé mjög gott !! Já ég túði þessu varla en það eiga ekki öll börnin regngalla hvað þá stígvéli. En hún leikur sér þá bara úti í garðinum heima !


Krista glöð í nýju rólunni sinni

Úti í garðinum okkar


Títus sem stækkar og stækkar. Hann er voðalega skemmtilegur hundur. Títus var nafn á rómverskum keisara sem er nú ekki amalegt að heita eftir. Það er að vísu oft um skammir á heimilinu þegar yngri krúttin (Krista og Títus) eru í leik, enda eru þau bæði á fyndnum aldri og þeim finnst allt mjög spennandi. Klípa í hvort annað til skiptis. En þau læra vonandi bráðum á hvort annað !


Þarna sefur hundurinn


Sofan okkar frekar tómleg

Komin til Chiloé


Mikið um skútur á þessum stað

Við skelltum okkur í helgarferð til eyjunnar Chilué sem er um 2-3 tíma akstur. Þessi eyja er sunnar er Puerto Varas svo það rignir enn meira þar en hjá okkur. Á þessari eyju er mikið fiskeldi um 40 % af öllu fiskeldi í Chile.
Við gistum í bænum Castro sem er mikið fiskiþorp. Við gistum í svokölluðu Cabanja sem er eins og sumarbústaður. Það er mikið um að fólk leigji svoleiðis hús hér. En þetta eru bara litlir kofar. Sá sem við vorum í er byggður út á sjó á stultum og mikið af húsunum á Castro eru byggð þannig. Það er áhugavert að sjá hve fjaran verður mikil. Fólkið ræktar þara í sjónum og þegar það er fjara þá fer það og tínir hann. Síðann er þarinn seldur til notkunar, t.d. til að búa til snyrtivörur. Það var alveg ótrúlegt að sjá fókið týna hann upp. Ennig er týnd bláskel og ýmiskonar skeljar.
Það var frekar kalt þegar við vorum svo Krista litla fékk smá kvef. Kofinn okkar var bara hitaður upp með eldivið svo á nóttunni varð mjög kalt.

Mi Casa


Svona lítur stofan okkar út í dag
Já við erum enn að bíða eftir húsgönunum okkar. Hér er það nefnilega þannig að maður verður að láta sérhanna fyrir sig húsgögnin. En málið er að þeir segja að það taka mánuð og auðvitað trúir maður þeim. En einn mánuður hér virkar eins og þrír mánuðir heima. En ég hringi reglulega í hann (eða bið þjónustukonuna að gera það því hann talar ekki ensku) og minni á að ég vilji fá sófann minn sem fyrst ! En við keyptum þetta fína borð úr chilensku við sem heitir Raoli og er bara til hér. Svo notum við bara garðhúsgögnin og pullur á meðan við erum að bíða.


Mikið af fallegum skeljum


Vala að tína skeljar


fallegt


Falleg bátahöfn á Chiloé


Krista í nýrri peysu úr lamaull


Maður að týna þara og þang


Timburkirkjan fræga á Castro


Fjara


Flóð


Eldhúsaðstaðan


Svona er Cabanjað hitað upp


Komin til á eyjuna Chiloé og voum í bænum Castro


frekar sætur


Krista forvitin


Óvæntur gestur kom í heimsókn og vakti lukku


Jessica


Krisjan garðyrkjumaður og Krista


Osorno


Krista með Bó Bó sinn


Krista úti í garði


Fjölskyldumynd


Á göngu á stöndinni okkar


Puerto Varas


Puerto Varas


Sumir orðnir dálítið lúnir

Dagsferð til Osorno


Svo hittum við Tinky Vinky


maður að selja eitthvað sem líkist rabbabara en er miklu mildara á bragði, þeir setja salt á það áður en þeir borða þetta


í Osorno


Fórum og skoðuðum bæinn Osorno


Krista komin á selinn sinn úti í garði

Santiago


sætar


Vala skellti sér að sjálfsögðu út í


Lögreglumenn á hestum á stöndinni


Krista krútt


flott


Byggingastíllinn er mjög sjarmerandi


Falleg strönd


í Valparísó


Krista sæta í Puerto Varas


Asnar inni í miðri borg


Svona líta sum húsin út hér


Útsýnið var stórkostlegt


Fórum upp í þennan turn