Mikið um skútur á þessum stað
Við skelltum okkur í helgarferð til eyjunnar Chilué sem er um 2-3 tíma akstur. Þessi eyja er sunnar er Puerto Varas svo það rignir enn meira þar en hjá okkur. Á þessari eyju er mikið fiskeldi um 40 % af öllu fiskeldi í Chile.
Við gistum í bænum Castro sem er mikið fiskiþorp. Við gistum í svokölluðu Cabanja sem er eins og sumarbústaður. Það er mikið um að fólk leigji svoleiðis hús hér. En þetta eru bara litlir kofar. Sá sem við vorum í er byggður út á sjó á stultum og mikið af húsunum á Castro eru byggð þannig. Það er áhugavert að sjá hve fjaran verður mikil. Fólkið ræktar þara í sjónum og þegar það er fjara þá fer það og tínir hann. Síðann er þarinn seldur til notkunar, t.d. til að búa til snyrtivörur. Það var alveg ótrúlegt að sjá fókið týna hann upp. Ennig er týnd bláskel og ýmiskonar skeljar.
Það var frekar kalt þegar við vorum svo Krista litla fékk smá kvef. Kofinn okkar var bara hitaður upp með eldivið svo á nóttunni varð mjög kalt.