Það var þann 1. september sem við fjölskyldan lögðum af stað til Chile og voru það Stefán, Elsa, Krista (2 og hálfs) og Vala. Já ferðin tók langan tíma frá Íslandi. Við flugum fyrst til New York og þaðan til Lima (höfuðborg Peru), síðan til Santiago sem er að sjálfsögðu höfuðborg Chile. Þaðan tókum við vél til Puerto Montt en sú vél millilenti á tveim stöðum. Við vorum því mjög þreytt og lúin eftir þetta flug (og öll þolinmæði búin). En við vorum sæl með að ferðin gekk vel og allir frískir og Krista litla bara ansi kát. Bærinn sem við búum í heitir Puerto Varas og er um 30 km frá Puerto Montt. Þetta er lítið sveitaþorp og mjög friðsælt. Hér búa ekki nema um 30. þús. Hér búa margir útlendingar og er það sérstaklega vegna laxeldis en einnig eru margir með búgarða hér. Við vonum að þessi síða gefi fjölskyldum og vinum einhverja innsýn á lífið hérna úti, en það er mjög ólíkt lífinu heima á Íslandi. En þeir sem vilja koma og sjá það með berum augum og fá það beint í æð eru velkomnir til okkar ! Já vonandi hafið þig gaman af þessum myndum og fréttum héðan frá Puerto Varas og ekki hika við að senda okkur línu eða fréttir af Landinu í norðri.

föstudagur, september 03, 2004

Nauðsynlegt að eiga regnhlíf í Puerto Varas


Krista komin til Puerto Varas og þar rignir og rignir.
Já þið haldið að hér sé sól og sumar. Nei sko aldeilis ekki hér rignir mikið og því er nauðsynlegt að eiga regnhlíf. En rigningin hér er lóðrétt en ekki lárétt eins og heima !

fimmtudagur, september 02, 2004

Cabanja


Cabanja
Hér bjuggum við fyrstu dagana okkar. Hér er mikið um svona hús og fólk leigir sér svona þegar það er að ferðast. Þetta er ágætur kostur en þau geta verið misjöfn húsin. Sum eru illa hituð svo við sem erum vön heitum húsum getum þótt þetta ansi kalt.