Það var þann 1. september sem við fjölskyldan lögðum af stað til Chile og voru það Stefán, Elsa, Krista (2 og hálfs) og Vala. Já ferðin tók langan tíma frá Íslandi. Við flugum fyrst til New York og þaðan til Lima (höfuðborg Peru), síðan til Santiago sem er að sjálfsögðu höfuðborg Chile. Þaðan tókum við vél til Puerto Montt en sú vél millilenti á tveim stöðum. Við vorum því mjög þreytt og lúin eftir þetta flug (og öll þolinmæði búin). En við vorum sæl með að ferðin gekk vel og allir frískir og Krista litla bara ansi kát. Bærinn sem við búum í heitir Puerto Varas og er um 30 km frá Puerto Montt. Þetta er lítið sveitaþorp og mjög friðsælt. Hér búa ekki nema um 30. þús. Hér búa margir útlendingar og er það sérstaklega vegna laxeldis en einnig eru margir með búgarða hér. Við vonum að þessi síða gefi fjölskyldum og vinum einhverja innsýn á lífið hérna úti, en það er mjög ólíkt lífinu heima á Íslandi. En þeir sem vilja koma og sjá það með berum augum og fá það beint í æð eru velkomnir til okkar ! Já vonandi hafið þig gaman af þessum myndum og fréttum héðan frá Puerto Varas og ekki hika við að senda okkur línu eða fréttir af Landinu í norðri.

miðvikudagur, september 20, 2006

Ný heimasíða !!
http://elsalyng.spaces.live.com

sunnudagur, ágúst 20, 2006


Krista byrju� � ballet �tr�lega s�t

fimmtudagur, apríl 06, 2006


Hildigunnur og Kjartan


jolasveinar


Krista sol


Krista og Julia


Krista

Sæl öll sömul á fróni !
Langt síðan ég hef skrifa en heimasíðan er vonadi komin í lag núna !
Héðan frá Chile er gott að frétta. Núna eru mamma og pabbi að koma til okkar um páskana og Krista litla er orðin ansi spennt.
Það verður ótrúlegt að fá þau til okkar.
Annars er nóg að gera hjá Stefáni í vinnunni og Krista litla byrjuð í Þýskum skóla. Hún er því núna að læra þýsku, spænsku og svo er hún að byrja að læra þjóðdansa. Skólinn er nýr og fallegur og er aðeins út úr bænum. Mikill gróður og fallegt umhverfi í kringum hann. Hún er að venjast að fara í hann þar sem hún er kynnast fullt af nýjum krökkum og kennurum. En hún á eina vinkona sem heitir Sofia og er hún búin að fara til hennar í heimsókn og leika við hana.
Af mér er það að frétta að ég var að sækja um framhaldsnám hjá KHÍ og hlakka mikið til að vita hvort ég get stundað fjarnám næsta skólaár. Svo ég bíð spennt eftir svari.

Puero Varas bærinn okkar er núna í miklum blóma þó að haustið sé komið. Búið að vera heitt á daginn en kalt á kvöldin. Við Krista höfum verið að keyra um sveitina og skoða dýrin og náttúruna á fallegum dögum. Hér eru hesta um allt og hundarnir eru rosalega margir að maður enn þá að vejast þeim. En allir eru með varðhunda og svo eru götuhundar út um allt.

Dýrin okkar hafa það gott. Títus hundurinn okkar (sem var götuhundur) semur vel við Sunnur og Lúkas (kisurnar) en Lúkas litli er samt dálítið vitlaus og er endalaust að kvæsa á hann. Vondi nær hann að vingast við Títus.

Læt þetta gott heita í dag


Krista a� leika � leikriti � leiksk�lanum

þriðjudagur, nóvember 15, 2005


Þarna er Krista komin til Parga með Títusi og Tenu. Þeir eru ekki miklir vinir en með Kristu eru þeir ótrúlega góðir.


Flottir saman í Rupanco.


Á leiðinni til Rupanco

Grillveisla Maritechs


Hér er verið að undirbúa matseld í stórri pönnu sem er hituð með kolum í litlu útihúsi. Á pönnunni er síðan eldað kjöt og kjúklingur. Þetta var úti í sveit þar sem ritari Maritechs á lítinn sumarbústað


Krista í leikskólanum að fagna þjóðhátíðardeginum 18. september.

Kórpartý !!


Þetta var sko frábær veisla þar sem boðið var uppá sjávarfang sem var borið fram í bölum :)

þriðjudagur, október 18, 2005

Nokkrar myndir frá Íslandsdvölinni okkar

Meðan við vorum á Íslandi var nú mikið um að vera.


Pabbi að kveikja í brennunni um verlsunarmannahelgina í Vatnsdal


Stefán flottur á grillinu í sveitinni !


Krista komin í sveitina sína ,Vatnsdal, hér er hún að undirbúa grillveislu !


Falleg nætursólin í Reykjavík


Krista með frændum sínum; Oddi og Sindra


Nýkomin til Íslands, frænkurnar aldeilis glaðar


Salóme, Björk og Krista (tekið á 3ja ára afmæli Bjarkar )


Júlía og Krista í leik, aldeilis fínar frænkurnar !


Vala tekur sig vel út með sttdentshúfuna !


Vala að útskrifast frá MA og auðvitað var chilenskt þema í velsunni !


Myndir frá Íslandsdvölinni okkar !
Hér er ég með vinkonum mínu að "gæsa" hana Rakel sem giftir sig 18.júní

Komin aftur til Puerto Varas !

Já það er aldeilis langt síðan að ég hef látið heyra í mér. En nú er allt komið í fastar skorður hér í casablanca. Við vorum á Íslandi í allt sumar og komum hingað 9. september. Það var nú aldeilis gott að knúsa Títus og Sunnu og Yessicu . Þau voru öll hress eftir veturinn hér !!!! Það var að vísu ansi kalt hér þegar við komum og nú fyrst er byrjað að hlýna. Vorið að koma og blómin byrjuð að blómstra.
Krista byrjaði í leikskólanum sínum fljótlega eftir að við komum og svo skellti ég mér einnig í spænskunám (fjarnám) í Verslunarskóla Íslands. Allt gengur því vel þessa dagana hjá okkur.
Puerto Varas tók vel á móti okkur og einnig vinir okkar hér. Við höfum farið í ferðalög og gert ýmislegt síðasta mánuð. Áttum líka skemmtilega stund með Íslendingunum sem eru einnig búsett í hér í Chile.
Nú ætla ég að reyna að vera dugleg að með fréttirnar héðan frá Puerto Varas

þriðjudagur, maí 03, 2005

Nýjustu fréttir

Já nú er aldeilis orðið tómlegt í "Casablanca". Mamma og Vala eru báðar farnar til Íslands svo við "stór" fjölskyldan, ég, Stefán, Krista, Títus og Sunna ein í kotinu. En lífið gengur sinn vanagang. Ég er í skólanum þrjádaga vikunnar og svo kór tvisvar í viku. Svo verður maður víst að hreyfa sig þar sem maður er duglegur að bragða á kræsingunum hérna úti. Ég fékk mér því einkaþjálfa þrisvar í viku. En aðalfréttirnar eru þær að við skötuhjúin erum að skella okkur til Braselíu 7. maí og Krista litla verður heima að passa dýrin ! Við verðum í 6 daga og hún Yessica þjónustukonan okkar ætlar að sjá um heimilið á meðan. Vonandi gengur þetta bara allt saman vel. Stefán er að fara í vinnuferð svo ég fer bara með honum til að upplifa Braselíu. Ekki væri verra að fá sól svo maður getur sólað sig meðan Stefán er að vinna.
Annars er stefnan að koma heim um miðjan júní og ég og Krista verðum fram í byrjun september. Núna er ég bara á fullu að reyna að finna mér vinnu í sumar.
Chile er að verða haustlegt og byrjað að kólna og rigna töluvert. En mér finnst það nú bara nokkuð heimilislegt að vera inni í rigningunni. Það verður því notalegt að koma heim í sumarið og aðalega að knúsa ykkur öll.
Chao að sinni

sunnudagur, apríl 17, 2005

Myndir frá dvöl mömmu í Chile


Krista ánægð með trommurnar sem hún fékk í afmælisgjöf !


Krista að taka upp pakkana frá krökknum í leikskólanum


Svo var haldið upp á afmælið á leikskólanum


Mamma í leikskólanum í afmælinu hennar Kristu


Krista glöð með afmælisgjafirnar sínar !


Íslenskt afmæli með fullt af kræsingum


Krista 3ja ára !


Frábært stuð !


síðan var skellt sér á Salsaball


úti að borða með Ástu og Sverrir sem búa í Puerto Mont


Skelltum okkur í berjatínslu og piknik sem var ævintýraleg ferð


Krista á páskunum með páskakanínuna


Krista og Sunna að borða morgunmatinn saman


Títus og Sunna litla að kynnast í rólegheitunum !


við húsið okkar í Puerto Varas


Mamma að njóta sólarinnar heima í Puerto Varas


Krista ánægð með ömmu sinni í Argentínu


Krista með mömmu sinni á leiðinni upp á fjalltopp


Stórkostlegt útsýni í Argentínu


Tilbúin fyrir steikina !


Afmælissteikin komin á grillið en þetta er veitingastaður í Argentínu sem er talinn einn sá besti !


Ég rosa ánægð með Argentínska pels jakkann minn !!!


Mætt á barinn !!


Mamma og Krista á hótelinu í Arngentínu


Glæsileg á afmælisdaginn. Hótelið tók á móti mömmu með rósum, kampavíni, ostum og Argentínsku súkkulaði ! Ekki amalegt !


Mamma á leiðinni til Argnetínu og er að sigla á milli Andersfjallanna. En þessi ferð var afmælisferðin hennar.